FitLine Sport

Vinnur að hraðameti á seglbretti með FitLine

Vinnur að hraðameti á seglbretti með FitLine

Hraða seglbretta keppni er öfga íþrótt sem krefst smá brjálæðis. Þegar bestu og huguðustu hraða seglbrettaiðkendur heims koma saman til keppni, eru þeir allir með mikinn eldmóð fyrir því að vinna keppnina með hjálp náttúrunnar. Að keppa á vatni snýst jafn mikið um tækni og veðurskilyrði. Sterkir vindar með spegilsléttur vatnsyfirborði, gera seglbrettaiðkendum kleift að ná hraða allt upp að 96 km/klst.

Morten Knutsen er fimmtugur að aldri og er hraðskreiðasti seglbrettaiðkandi Noregs. Hann hefur treyst á FitLine vörurnar síðan 2018. Í nóvember 2018 setti hann nýtt norskt hraðamet í seglbretti. Hann sigldi yfir Lüderitz skurðinn í Namibíu yfir 500 metra vegalengd, sem velti norska Miriam Rasmussen úr sessi sem efsta manni í þessarri grein. Við vildum vita hvað þarf til, til að vera með þeim bestu, og hvernig FitLine styður hann að ná markmiðum sínum. Við deilum svörum hans hér, með mikilli ánægju:

Að ferðast á 80 km/hraða hlýtur að vera geggjuð upplifun. En hver er mesta áskorunin við hraða seglbrettaiðkun?

Upplifunin sem þú færð við að fara svona hratt er alveg ótrúleg. Það er geggjað! Auk þess slær ekkert á þá upplifun að vera einn með krafti náttúrunnar. Þetta snýst allt um að vera 100% undirbúinn og loka á hugsanir og tilfinningar og takast á við verkefnin, án þess að hugsa um neitt annað. Reyndar var skurðurinn sem ég tók í Lüderitz aðeins 6 m breiður og á köflum aðeins 25-30 cm djúpur. Erfiðleikarnir við seglbrettaiðkun í skurði í stað opins sjávar er að þú þarft að stoppa hraðann skyndilega, eftir að hafa náð upp góðum hraða.

Hvernig notarðu FitLine vörurnar í þinni daglegu rútínu?

Nú, ég æfi öfga íþrótt. Líkaminn verður laminn ansi illa. Sterkir vindar blása dag eftir dag, og því ákveða vindarnir því hvenær ég hvíli mig. Án alls efa, þá er varan Restorate að gera mest fyrir mig. Ég nota það snemma á daginn, til dæmis eins og eftir æfingar, þegar líkaminn er byrjaður í endurnýjunar ferlinu.

Þegar að sumarið kemur, þá vil ég vera léttari á mér, því ég sigli meira í Noregi og öðrum löndum, sem hafa minni vinda. Þess vegna þarf ég að vera líkamlega léttari. Ég til dæmis fasta, sem þýðir að ég borða allan matinn minn á 8-12 klst tímabili innan sólarhringsins. Tíminn á milli þarna á milli, að þá er ég að fasta. Ég byrja á morgunmat um tólfleytið. Yfirleitt fæ ég mér hafragraut með kotasælu, hlynsírópi og fullt af kanil ásamt PowerCocktail og tvær skeiðar af Activize.  Þá er tilbúinn út í daginn. Á daginn, meðan ég æfi, þá nota ég Fitness-Drink, sem er einstaklega góður. Ég hef prófað marga íþróttadrykki, en meltingin mín þolir þennan best og mér finnst ég hafa meiri orku í framhaldinu.

Hvert ferðu til að stunda seglbretti?

Ég hef farið út um allan heim til að stunda seglbretti. Ég æfi yfirleitt heima, við Karmøy Åkra ströndina eða í Danmörku, Grikklandi og Egyptalandi. Heimabærinn minn er enn í miklu uppáhaldi, en einnig Devil’s Bay í Grikklandi og auðvitað Lüderitz í Namibíu.

Hvaða líkamlegu eiginleikar eru mikilvægir fyrir seglbrettaiðkendur og hvernig undirbýr þú þig líkamlega?

Alhliða líkamsstyrkur, en þó sérstaklega kjarnastyrkur, er grunnurinn til að koma í veg fyrir meiðsli. Ég fer í gönguferðir með 20-30 kg lóð, fjallahjólreiðar, jóga, fer í ræktina, æfi á róðrarvélinni og stunda einnig andlega þjálfun.

Hvert er næsta markmiðið hjá þér?

Ég stefni alltaf á meiri hraða. Þetta snýst ekki bara um að setja landsmet, heldur einnig að sigra sjálfan sig og ná að bæta sinn eigin árangur. Þeir segja að lífið byrji í 50 hnútum. Það er því næsta markmiðið mitt.

Lýstu þér í þremur orðum

Klikkaður (þarna hafið þið það…). Ákveðinn. Agaður.

Vafrakökur /Cookies

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að tryggja að þú fáir bestu upplifun á vefsíðu okkar. PERSÓNUVERNDARSTEFNA